Neyðarsöfnun Barnaheilla

Á átakasvæðum um allan heim alast milljónir barna upp við stríðsátök og verða fyrir hörmungum sem þau hvorki völdu né skilja eða eiga skilið. Stríð og átök þýða að börn missa heimili, öryggi, fjölskyldu  og framtíðarsýn.

Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children vinna allan sólahringinn að því að veita aðstoð á stöðum sem erfitt er að ná til.  En við getum ekki gert þetta ein. Þinn stuðningur skiptir miklu máli.

Með því að styrkja starf okkar styður þú alþjóðlegt mannúðarstarf okkar og sýnir börnum stuðning og samhug í verki.