

Með framlagi þínu aðstoðar þú fjölskyldu sem býr við fátækt á Íslandi við að kaupa jólamatinn.
„Það stóð illa á hjá mér og ég átti ekki fyrir mat fyrir börnin mín þegar leið að mánaðarmótum“ segir einstæð móðir sem leitaði til Hjálparstarfsins. „Inneignarkortið í matvöruverslanir frá Hjálparstarfinu gerði gæfumun fyrir mig og börnin mín. Þau eru líka mjög ánægð með að geta valið það sem þau vilja borða“.
Á Íslandi starfar Hjálparstarf kirkjunnar með fjölskyldum sem búa við kröpp kjör. Fjölskyldurnar fá meðal annars inneignarkort í matvöruverslunum en mikil valdefling felst í því að fólk velji sjálft þær nauðsynjar sem það þarf í stað þess að bíða í röð eftir matarpoka sem aðrir hafa fyllt.
Þú getur stutt við bakið á fjölskyldum sem búa við fátækt á Íslandi með því að styrkja þær til matarinnkaupa fyrir jólin.