StyrktuOkkar Grindavík
Á þessum miklu óvissutímum sem dynja nú yfir íbúa Grindavíkur og samfélagið þar viljum við hjá Hótel Keflavík & KEF Restaurant leggja okkar af mörkum og sýna Grindvíkingum í verki að við sem þjóð ætlum að styðja við bakið á þeim í þessum hamförum og vera til staðar fyrir þau.
Hótel Keflavík hefur nú stofnað söfnunarreikninginn “OKKAR GRINDAVÍK” í ljósi stöðunnar og óvissunnar sem íbúar búa við.
Við báðum bókarann okkar hana Sigrúnu Þorbjörnsdóttur að leggja inn 1.000.000 kr framlag Hótel Keflavíkur & KEF Restaurant inn á reikninginn. Sigrún okkar er ein af þeim Grindvíkingum sem hefur þurft að yfirgefa heimilið sitt ásamt fjölskyldu sinni og gæludýrum.
Hótel Keflavík skorar á önnur fyrirtæki á landinu öllu, sveitarfélög landsins og alla samlanda okkar að styðja “OKKAR GRINDAVÍK”.
Deilum þessu áfram og fáum sem flest fyrirtæki og aðila til að taka þátt og styðja þetta mikilvæga málefni.
Söfnun þessi er fyrir samfélagið sjálft og mun nýtast sem stuðningur fyrir íbúa, félagasamtök og fleira. Við munum svo leita til Bæjarráðs Grindavíkur sem mun á seinni stigum skipa hóp sem sér um að úthluta þeim fjármunum sem safnast, enda með betri yfirsýn um málefni íbúa.
Söfnunarreikninginn “OKKAR GRINDAVÍK” eftirfarandi;
0146-26-000001
Kt. 580169-1559
Hér á vefsíðunni styrkja.is/okkargrindavik verður hægt að leggja beint á reikninginn, skilað kveðjum, skorað á aðra og deilt málstaðnum áfram á samfélagsmiðlum.
Núna er tíminn til að hjálpa. Sýnum þeim í verki að við erum hér núna og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða.
Við erum öll Grindvíkingar.
“Ótti og hræðsla byggist á því sem enginn veit og óvissu um framtíðina. Styrkur felst í að standa saman og styðja hvort annað.”
Með vinsemd og kærleika
Fyrir hönd starfsfólks og stjórnar Hótel Keflavík
Steinþór Jónsson