

Ekkert barn útundan um páskana
Það er margt skemmtilegt sem fylgir páskunum: góður matur, notalegar samverustundir og að sjálfsögðu páskaeggjaleitin á páskadagsmorgun. Því miður eru mörg börn á Íslandi sem fá ekki páskaegg. Ekki af því að þau eru svo vel falin, heldur vegna þess að foreldrar þeirra hafa ekki efni á þeim.
En þú getur hjálpað okkur að breyta því!
Með því að gefa páskaegg styður þú við fjölskyldur sem búa við fátækt og gerir þeim kleift að kaupa páskaegg fyrir börnin sín.
Hjálparstarf kirkjunnar leggur áherslu á sjálfstæði fólks og rétt þeirra til að velja. Þess vegna gefum við ekki páskaegg sem við kaupum, heldur gefum við fjölskyldum inneignarkort í matvöruverslanir. Þannig fá börnin að velja sitt eigið páskaegg.