Upplýsingar sem þú lætur okkur í té eru meðhöndlaðar í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. 

Með því að gerast Hollvinur Sjálfsbjargar samþykkir þú að við megum eiga í samskiptum við þig en þó aðeins á grundvelli þess sambands sem stofnað er til með skráningunni. 

Með því að gefa upp greiðslukorta- eða bankaupplýsingar veitir þú okkur heimild til að skuldfæra þá styrktarupphæð sem þú hefur kosið af greiðslukorti eða bankareikningi mánaðarlega. Þú getur á hvaða tímapunkti sem er og án frekari skýringa breytt styrktarupphæðinni eða óskað eftir því að styrktargreiðslur verði stöðvaðar með því að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóstfangið info@sjalfsbjorg.is eða í síma 550-0360. 

Hafir þú athugasemdir við skilmálana eða óskar eftir frekari upplýsingum er velkomið að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma.